Fara í efni
Menning

Sýningin „Fjölröddun – Blóm“ opnuð í Hofi

Myndlistarkonan Björg Eiríksdóttir opnar sýninguna Fjölröddun – Blóm í menningarhúsinu Hofi á laugardaginn, 5. mars kl. 15.00. Sýningin er framhald sýningarinnar Fjölröddun (Polyphony) sem var í Listasafninu á Akureyri 2019 til 2020.

„Titillinn Fjölröddun vísar til þess þegar lög skynjana vefjast hver um aðra og mynda mynstur í líkamanum. Grunnstef færist milli radda uns allar raddir fléttast saman en eru þó sjálfstæðar,“ segir í tilkynningu frá Menningarfélagi Akureyrar.

„Björg var í MA námi við myndlistardeild háskólans í Portó síðasta vetur, lauk MA í listkennslu frá HA vorið 2017, útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akureyri 2003 og lauk Bed frá KHÍ 1991. Hún starfar við myndlist samhliða kennslu myndlistargreina í VMA og listkennslu í LHÍ. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og er þetta tólfta einkasýning hennar.“

Sýningin í Hofi stendur frá 5. mars til 17. apríl.