Fara í efni
Menning

Sýning á verkum Errós opnuð á laugardag

Sýning á verkum Errós opnuð á laugardag

Sýning á verkum listmannsins Errós, Ferðagarpurinn Erró, verður opnuð í Listasafninu á Akureyri á laugardaginn. Á sýningunni má sjá verk sem tengjast ferðalögum, en segja má að þessi þekkti íslenski listamaður hafi verið á ferð og flugi allt lífið! Spennandi verður að sjá verk hans í Listasafninu.

Verkin á sýningunni eru hluti af Erró-safneign Listasafns Reykjavíkur og sýningarstjóri er Danielle Kvaran Erró, sérfræðingur safnsins. Sýningin stendur til 12. september og er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri og Listasafns Reykjavíkur.

Meira síðar.