Fara í efni
Menning

Sumartónar á Dalvík, Siglufirði og Akureyri

Sumartónar á Dalvík, Siglufirði og Akureyri

Tónlistarmennirnir Stefán Elí, Flammeus og Hnoss leiða saman hesta sína og spila lög eftir sjálfa sig á þrennum tónleikum næstu daga. Einnig njóta þeir liðsinnis trommuleikarans Hafsteins Davíðssonar og Guðjóns Jónssonar píanóleikara, að því er segir í tilkynningu.

Fyrstu tónleikarnir verða á Gísla, Eiríki og Helga á Dalvík á föstudaginn, 24. júní, síðan koma þeir fram á Kaffi Rauðku á Siglufirði kvöldið eftir og þriðju tónleikarnir verða á Græna hattinum á Akureyri fimmtudagskvöldið í næstu viku, 30. júní. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og aðgangseyrir er 2.000 krónur.