Menning
Styrktartónleikar fyrir móður Kolfinnu Eldeyjar
25.09.2024 kl. 20:00
Kammerkórinn Hymnodia heldur í næstu viku styrktartónleika í Akureyrarkirkju fyrir móður Kolfinnu Eldeyjar, litlu stúlkunnar sem fannst látin við Krýsuvíkurveg fyrir skömmu.
„Hymnodia vill styðja við góðan félaga í kórnum og fjölskyldu hans eftir erfiðan missi ungrar stúlku, Kolfinnu Eldeyjar. Fjöldi vina kórsins úr hópi norðlensks tónlistarfólks slæst í för með Hymnodiu á styrktartónleikum sem haldnir verða í Akureyrarkirkju miðvikudagskvöldið 2. október kl. 20,“ segir í tilkynningu frá kórnum.
Aðgangur verður ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum í reiðufé og með innleggi á söfnunarreikning.
Hymnodia flytur eitt lag við ljóð eftir Hannes Sigurðsson en auk þess koma fram:
- Anna Skagfjörð
- Elvý G. Hreinsdóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Guðrún Arngrímsdóttir
- Hallgrímur Jónas Ómarsson
- Haukur Pálmason
- Hildur Eir Bolladóttir
- Ívar Helgason
- Jón Þorsteinn Reynisson
- Jónína Björt Gunnarsdóttir
- Karlakvartett
- Kristjana Arngrímsdóttir
- Magni Ásgeirsson
- Maja Eir Kristinsdóttir
- Óskar Pétursson
- Poppveislan
- Rakel Hinriksdóttir
- Rúnar Eff
- Sigrún Magna Þórsteinsdóttir
- Stefán Elí
- Stefán Gunnarsson
- Sumarliði Helgason
- Trausti Ingólfsson
- Valgarður Óli Ómarsson
- Þórhildur Örvarsdóttir
Bankareikningurinn:
- 192 - 26 - 21239
- Kennitala: 170483-4569