Fara í efni
Menning

Stórskemmtilegir fyrstu tónleikar HA

„Fyrir undirritaðan voru tónleikarnir að sumu leiti afturhvarf til fortíðar á jákvæðan hátt þar sem upp rifjuðust minningar frá námsárum af þeirri orku sem einkenndi grasrótarstarf í tónlist á Akureyri.“ Svo segir Þórarinn Stefánsson píanókennari og -leikari í pistli sem birtist á Akureyri.net í dag, um fyrstu tónleika Hljómsveitar Akureyrar, sem voru í Akureyrarkirkju á mánudagskvöldið.

„Michael Clarke er ofurhuginn og ísbrjóturinn sem með óþrjótandi sköpunarkrafti sínum og trú á sjálfan sig og samstarfsfólk sitt á heiðurinn af þessu verkefni. Hans er hugmyndin, framkvæmdin og nú heiðurinn af stórskemmtilegum fyrstu tónleikum HA þar sem flutt var vel valin efnisskrá ýmissa verka sem hentuðu hljómsveit af þessari gerð og við þessar aðstæður.“

Smellið hér til að lesa pistil Þórarins Stefánssonar.