Fara í efni
Menning

Stærri Grasrótarhátíð haldin um helgina

Grasrót – akureyrsk tónlistarhátíð þar sem grasrótin lætur ljós sitt skína, er nú haldin í annað sinn í dag og á morgun, í Hlöðunni í Litla Garði á Akureyri. Það eru þeir Davíð Máni, Ari Orrason, Daniel Alpi og Zophonías Tumi sem standa fyrir hátíðinni, eins og í fyrra. Í ár koma gestir að sunnan líka og hátíðin stendur yfir í tvo daga, með tónleikum bæði föstudags- og laugardagskvöld.

Hljómsveitirnar sem koma fram eru Ari Orrason, Á Geigsgötum, Davíð Máni, Dream The Name, Geðbrigði, Baukur, Jói Bjarki, Melodí, og SÓT.

Félagarnir hafa þekkst í dágóðan tíma í gegnum samstarf hljómsveita sinna, meðal annars á Græna Hattinum. Í fréttatilkynningu frá þeim segir að með tónleikum Grasrótar séu þeir að veita nýjum hljómsveitum og tónlistarfólki á svæðinu stökkpall til þess að koma sér á framfæri. Andrea Gylfadóttir mun setja hátíðina og hinn reyndi Ágúst Örn Pálsson sér um hljóðið á tónleikunum. Bjarki Höjgaard sér um alla hönnun myndefnis hátíðarinnar.

DAGSKRÁ

Föstudagur 16. maí

  • 20:00 - Setningarathöfn - Andrea Gylfa
  • 20:15 - Jói Bjarki
  • 20:45 - Melodí
  • 21:15 - Baukur
  • 21:45 - Á Geigsgötum

Laugadagur 17. maí

  • 20:00 - Davíð Máni
  • 20:30 - Ari Orrason
  • 21:00 - Geðbrigði
  • 21:30 - Dream The Name
  • 22:00 - SÓT

Hér má skoða viðburðinn á Facebook, og þar eru líka upplýsingar um miðasölu. 

 

Aðsendar myndir af nokkrum flytjendum hátíðarinnar:

Á Geigsgötum. Mynd: aðsend

T.v. Davíð Máni  T.h. SÓT

T.v. Jói Bjarki. T.h. Geðbrigði, sigurvegarar Músíktilrauna 2025.

Hljómsveitin Dream the Name.

Hljómsveitin Hugarró.