Menning
Slím, djass, mysingur, klassík og vopnaskak
14.07.2025 kl. 16:00

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið. Listasumar er á lokasprettinum, tvær hátíðir eru á dagskrá; Mannfólkið breytist í slím og Sumar og bjórhátíð LYST, svo eitthvað sé nefnt.
Tónleikar
- Mannfólkið breytist í slím 2025 – Árleg hátíð listakollektívsins MBS, að þessu sinni haldin að Kaldbaksgötu 9. 17.-20. júlí.
- Sumar & Bjórhátíð LYST – Lystigarðinum á Akureyri 18.-20. júlí.
- Miðvikudjass í Móa - BabyBop – Dimitrios og Elías spila á Móa í Hofi. 16. júlí kl. 16-17.
- Þurfum ekki neitt - Una Torfa fer hringinn: LYST – 19. júlí kl. 22 í Lystigarðinum.
- Mysingur 10 - Drengurinn Fengurinn & Bjarni Daníel – Útitónleikar við Listasafnið ef veður leyfir, annars innandyra.
- Alexander - Klassík við píanóið – Alexander Smári Edelstein leikur ýmsa hápunkta klassískra píanóverka. Akureyrarkirkja 20. júlí kl 17-18.
- KK á Græna – KK mætir á Hattinn og spilar öll sín bestu lög og segir tengdar sögur. Fimmtudaginn 17. júlí kl. 21.
- Todmobile - 90s veisla á Græna hattinum. Föstudag 18. júlí kl 21 & laugardag 19. júlí kl 21.
Egill Logi, Gróa og Saint Pete koma fram á menningarhátíð MBS (Mannfólkið breytist í slím) í ár, auk fjölda annarra. Engir miðar eru seldir á viðburðina en tekið við frjálsum framlögum. Myndir: Facebook síða MBS
Listasýningar
- Tíu hendur - Samsýning í Deiglunni – Listakonur StartStudio sameina krafta sína. Opnun á föstudaginn 11. júní kl. 17, opið laugardag og sunnudag frá 13-16.
- Samsýning norðlenskra listamanna - Mitt rými. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 14. september.
- KIMAREK: Innsetning í tilefni fjörutíu ára starfsferils Margrétar Jónsdóttur. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 28. september.
- Ný heildarsýning í Sigurhæðum og verk Margrétar Jónsdóttur leirlistamanns. Ath - leiðsögn um sýningarnar á laugardögum á milli 13 - 13.30.
- Línumál - myndlistasýning Vikars Mars í Hofi. Hamragil í Hofi. Sýningin stendur til 23. ágúst.
- TÍMI - RÝMI - EFNI – Sýning Þóru Sigurðardóttur í Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 7. september.
- SAMLÍFI – Sýning Heimis Hlöðverssonar í Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 7. september.
- Safnasafnið – Fjöldi nýrra sýninga.
Aðrir viðburðir
- Karnivala – Árleg uppskeruhátíð listamanna í Listagilinu og lokahátíð Listasumars. 18.-20. júlí í Gilinu.
- Blómin í Eyjafirði – Guðmundur Tawan Víðisson, sumarlistamaður Akureyrar 2025, saumar þurrkuð blóm úr Eyjafirði á kjól í lifandi gjörningi. Hofi, fimmtudaginn 17. júlí kl. 11-17.
- Miðaldadagar að Gásum – Kaupmenn og handverksfólk verður í búðartóftum með ýmsan varning til sölu. 19. júlí frá kl 11-17.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.