Fara í efni
Menning

Sjóðheit salsahelgi fram undan

Um komandi helgi fer fram örnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna í salsadönsum. Salsa North stendur fyrir vinnustofu í umsjá Mikes Salsanches, sem er einn eigenda Salsa Iceland.

Í tilkynningu Salsa North kemur fram að skráning standi yfir í gegnum Facebook-viðburð, sjá hér, en ekki þurfi að skrá sig sérstaklega með dansfélaga. Á laugardagskvöld verður allsherjar salsadansiballi á Vamos þar sem stór hópur salsadansara kemur saman hvaðanæfa af landinu. Ballið byrjar kl. 20:30.