Fara í efni
Menning

Sissa Líf mætir í Samkomuhúsið

Verkið Líf eftir Margréti Sverrisdóttur verður sýnt í Samkomuhúsinu núna á föstudagskvöldið.

Líf fjallar um Sissu Líf, sem er tónlistarkona af lífi og sál. Hún hefur óbilandi trú á eigin ágæti en finnst hún ekki alltaf njóta sannmælis í listaheiminum, þar sem klíkuskapurinn ræður ríkjum. Eftir eins sumars frægð á unglingsárunum og vinsælan einsmellung dreymir hana um meira. Svo miklu meira. En lífið þvælist fyrir henni og áframhaldandi frægð lætur bíða lengi eftir sér. En Sissa gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og loksins, einn góðan veðurdag, springur allt út.

Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir en með hlutverk Sissu Líf fer Margrét Sverrisdóttur. Þess má geta að Margrét fékk verðlaun sem besti karakterleikarinn  fyrir hlutverk á hátíðinni Reykjavik Fringe Festival á þessu ári.

Miðasala er á mak.is. Athugið að aðeins er um að ræða þessa einu sýningu.