Fara í efni
Menning

Sextán sýna utandyra við Dyngjuna - listhús

Sextán félagar úr Myndlistarfélaginu á Akureyri bjóða í þriðja sinn upp á útisýningu við Dyngjuna - listhús í Eyjafjarðarsveit. Sýningin verður opnuð í dag, 4. júní, og stendur til 31. ágúst. Opið er alla daga á milli klukkan 14 og 18 og aðgangur er ókeypis.

Listamenn sem sýna eru þessir:

  • Guðrún Hadda Bjarnadóttir
  • Hjördís Frímann
  • Björg Eiríksdóttir
  • Karólína Baldvinsdóttir
  • Brynhildur Kristinsdóttir
  • Sigrún Birna Sigtryggsdóttir
  • Rósa Kristín Júlíusdóttir
  • Karl Guðmundsson
  • Hrefna Harðardóttir
  • Jonna
  • Helga Sigríður Valdimarsdóttir
  • Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
  • Joris Rademaker
  • Aðalsteinn Þórsson
  • Arna Vals
  • Hallgrímur Ingólfsson

Facebook síða sýningarinnar

Dyngjan - listhús er í landi Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit. Ekið er frá Akureyri eftir Eyjafjarðarbraut vestri, veg 821 og síðan beygt til hægri inn á veg 824 sem merktur er Möðrufell, og þá er aftur beygt til hægri að Dyngjunni - listhúsi.