Menning
Opnanir á Listasafninu, Maiden og Sóldögg
23.09.2025 kl. 11:00

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið.
Listasýningar
- Fimm sýningar verða opnaðar á Listasafninu, laugardaginn 27. september kl. 15:00:
- Himnastigi / Stairway to heaven – Barbara Long
- Öguð óreiða – Bergþór Morthens
- Femina Fabula – Sýndarveruleiki / Innsetningar
- Lífsins gangur – Óli G. Jóhannsson
- DNA afa – Sigurd Ólason
- James Merry - Nodens, Sulis & Taranis – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 8. febrúar 2026.
- Ýmir Grönvold - Milli fjalls og fjöru – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 22. febrúar 2026.
- Margskonar 2 - Valin verk fyrir sköpun og fræðslu - Listasafnið. Sýningin stendur til 8. feb 2026.
- KIMAREK, sýning Margrétar Jónsdóttur á Listasafninu á Akureyri – Sýningin stendur til 28.september.
- Myndlistasýning Ólafs Sveinssonar á Amtsbókasafninu.
- Safnasafnið – Fjöldi sýninga.
Það verður opnun verður í Listasafninu um helgina - HÉR má lesa allt um sýningarnar og listamennina.
Tónleikar
- Kvöldstund með Begga í Sóldögg – Bergsveinn Arilíusson fer yfir ferilinn og flytur sín bestu lög á Græna hattinum. Föstudagskvöldið 26. september kl. 21.00.
- The Beatles - heiðurstónleikar – Salka Sól, Matti Matt, Eyþór Ingi og Eyvi Kristjáns flytja Bítlalög ásamt hljómsveit. Hamraborg í Hofi, laugardaginn 27. september kl. 20.00.
- Maideniced - Reynsluboltar úr íslensku rokksenunni spila lög Iron Maiden af plötunni Live after Death á Græna hattinum. Laugardagskvöldið 27. september kl. 21.00.
- Leiðin að settu marki? - Kammerhópurinn Öræfi - Sóley Þrastardóttir flautuleikari, Þórunn Harðardóttir víóluleikari og Ásdís Arnardóttir sellóleikari spila í Hömrum í Hofi. Sunnudaginn 28. september kl. 16.00.
- VOCES8 í Akureyrarkirkju ásamt Pétri Sakari og Kammerkór Norðurlands – 20 ára afmæli VOCES8. Mánudaginn 29. sept kl. 20.00.
Fastir liðir á Amtsbókasafninu eru aftur komnir á dagskrá eftir sumarið. Menningarvikan mælir með að skoða heimasíðu safnsins eða Facebook síðuna og skoða hvað ein af okkar helstu menningarstofnunum er með á prjónunum - þar skortir ekki hugmyndaflugið!
Viðburðir
- Fjölþjóðlegur bókaklúbbur stofnaður á Amtsbókasafninu – Rætt um bókmenntir á ensku, öll velkomin. Vala Húnboga heldur utan um hópinn sem hittist fyrst miðvikudaginn 24. september kl. 17-19.
- Lestrarfriður á Amtinu – Á fimmtudagskvöldum kl. 19-20 er hist á 2.hæð safnsins og lesið, hver fyrir sig.
- Salsakvöld og ókeypis prufutími í salsa – Annan hvern fimmtudag er salsa á Vamos í boði Salsa North. Næst verður hist fimmtudaginn 25. september kl. 20-23.
- Sköpun & slökun - steinamyndir og bíó – Fastur liður á Amtinu kemur aftur úr sumarfríi. Fimmtudaginn 25. september verður hist kl 20-22 og steinamyndir föndraðar á meðan horft er á bíómynd.
- Lego vinnustofa fyrir börn 7-14 ára – Legokubbað með fræðsluívafi, takmarkað pláss og þarf að skrá sig á eydisk@amtsbok.is . Laugardaginn 27. september kl. 11:15-12:45.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.