Fara í efni
Menning

Ólafur Ragnar les úr „Bréfunum“ á Hælinu

Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar með einkasoninn, Ólaf Ragnar Grímsson.

Svanhildarstofa verður formlega opnuð næsta sunnudag, 20. nóvember, á HÆLINU – setri um sögu berklanna. Hælið er á Kristnesi sem kunnugt er.

Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar var móðir Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands. Hún glímdi við berkla megnið af ævinni. „Við minnumst hennar í Svanhildarstofu þar sem komið hefur verið upplýsingum og sýningargripum, sem tengjast sögu hennar, á lifandi og áhrifaríkan hátt,“ segi í tilkynningu frá Hælinu.

Vert er að geta þess að 20. nóvember var fæðingardagur Svanhilar.

Samkoman á sunnudaginn hefst klukkan 14.00. Ólafur Ragnar flytur ávarp þá ávarp og les úr nýútkominni bók sinni, Bréfin hennar mömmu. Ólafur lesa aftur úr bókinni klukkan 15.00. Tekið er fram að allir séu velkomnir á meðan húsrúm leyfir og á sunnudaginn er ókeypis inn á sýninguna um Hvíta dauða.

Bréfin í bláu töskunni

„Í hálfa öld lágu bréf í blárri tösku sem enginn vissi af. Það var óvænt ánægja og sterk upplifun fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, að uppgötva þau nýverið,“ segir í tilkynningu vegna útkomu bókar Ólafs. „ Þegar hann yfirgaf Bessastaði 2016 fór hann með töskuna ásamt 200 öðrum kössum beint á Þjóðskjalasafnið til varðveislu. Við undirbúning Svanhildarstofu hér á HÆLINU var Ólafur spurður hvort ekki væru til bréf frá móður hans er hún dvaldist langdvölum á berklahælum, bæði á Vífilsstöðum og Kristnesi. Hann taldi það ekki vera, hafði aldrei heyrt af því en datt þó í hug að mögulega gæti eitthvað leynst í bláu töskunni. Það reyndist rétt vera. Tugir bréfa sem lýsa ást, söknuði, vonbrigðum, æðruleysi og eilífri von og gefa magnaða innsýn í líf berklasjúklinga en einnig tíðarandann um miðja síðustu öld.“

Svanhildarstofa á Hælinu – setri um sögu berklanna. 

Ólafur Ragnar Grímsson og María Pálsdóttir, stofnandi og eigandi Hælisins – seturs um sögu berklanna, á opnunarhátíðinni í ágúst 2019. Hælisbíllinn var listilega gerður upp af Sverri Ingólfssyni á Samgönguminjasafninu á Ystafelli í Kaldakinn.