Fara í efni
Menning

Óbirt ljóð Davíðs frá Fagraskógi komið í leitirnar

Óbirt ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi kom nýverið í leitirnar og hefur verið afhent Minjasafninu á Akureyri, sem sér um rekstur Davíðshúss. Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Lítil saga er heiti þessa 19 erinda ljóðabálks, sem handskrifaður er af þjóðskáldinu. Myndir af ljóðabálkinum í heild má sjá neðst í fréttinni. 

„Við erum á því að þett­a sé skól­a­ljóð eða bernsk­u­verk áður en Svart­ar fjaðr­ir komu út,“ seg­ir Haraldur Þór Egils­son, safn­stjór­i Minj­a­safns­ins á Akur­eyr­i við Fréttablaðið. Davíð var fæddur í janúar 1895 og fyrsta ljóðabók hans, Svartar fjaðrir, kom út rétt fyrir jólin 1919, mánuði fyrir 25 ára afmæli skáldsins. Bókin sló eftirminnilega í gegn meðal landsmanna.

Haraldur fékk ljóð­a­bréf­ið í hend­ur fyr­ir skömmu og hef­ur bor­ið það und­ir sér­fræð­ing­a í höf­und­ar­ferl­i Dav­íðs.

„Rit­hönd­in er lík þeim eig­in­hand­ar­verk­um Dav­íðs sem ég hef get­að bor­ið sam­an við,“ segir Haraldur. Meg­in­á­stæð­a þess að menn hald­i að ljóð­ið sé kom­ið úr fór­um Dav­íðs sé þó sú að það var í vörsl­u og virð­ist hafa ver­ið ort til ná­inn­ar æsk­u­vin­kon­u Dav­íðs, sem var sveit­ung­i hans við ut­an­verð­an Eyj­a­fjörð.

Konan var Helg­a Gunn­laugs­dótt­ir frá Ytri Reist­ar­á, síðar búsett á Hjalteyri, fædd árið 1893, tveimur árum fyrr en Dav­íð sjálf­ur. Helga lést 1963 og eftir hennar dag varðveitti ljóðið sonur Helgu, Stefán Lárus Árnason. Hann lést 2007. Það voru dætur Stefáns og Oddur Helgi Halldórsson, bróðursonur hans, sem afhentu Minjasafninu ljóðið. 

„Það er byrj­end­a­brag­ur á kvæð­in­u, en ang­ur­værð­in er í anda Dav­íðs, seg­ir mér fróð­ar­a fólk,“ seg­ir Haraldur Þór.

Nokkur ömmubarna Helgu afhentu ljóðið. Frá vinstri: Oddur Helgi Halldórsson, Helga Stefánsdóttir, Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins, Halla Stefánsdóttir, Sigrún Margrét Stefánsdóttir og Erla Dagný Stefánsdóttir.