Fara í efni
Menning

Nýjar bækur, falleg tónlist, foreldrar og lög

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið.

Leiksýningar

  • Elskan er ég heima? – Fyrsta verk leikársins hjá Leikfélagi Akureyrar. Samkomuhúsið, fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.00.

Þrjú barnanna í fjölskyldunni sem safnað er fyrir á tónleikum Hymnodiu og ýmissa fleiri í Akureyrarkirkju. 

Tónleikar

  • Tónagjöf Hymnodiu og vina – Akureyrarkirkja, fimmtudag kl. 20:00. Tónleikar til styrktar fólki á Gasa. Fólki gefst tækifæri „til að sýna kærleika í verki en líka samstöðu fólki sem býr svo langt í burtu og við svo óskiljanleg skilyrði. Við söfnum fyrir eina stóra fjölskyldu, sextán manns, átta börn frá 4ra mánaða til 6 ára og átta fullorðna. Sögu þeirra fáum við að heyra betur um í upphafi tónleikanna,“ segir í tilkynningu.
  • Svavar Knútur og Mickey og Michelle – Græni hatturinn, fimmtudagskvöldið 13. nóvember. Svavar Knútur og vinir hans frá Ástralíu, Mickey og Michelle frá Ástralíu.
  • Hjálmar – Græni hatturinn, laugardag 15. nóvember kl. 21:00.
  • Nýdönsk – Hof, laugardag 15. nóvember kl. 17:30 og 21:00.

Listasýningar

Brynhildur Þórarinsdóttir fagnar útkomu bókarinnar Silfurgengið,

Viðburðir

  • Seinfærir foreldrar og glíman við kerfið – Í dag, þriðjudag 11. nóvember kl. 16:00, í Brauðgerðarhúsi Akureyrar í Sunnuhlíð. Bakarís-fyrirlestur á vefum Akureyrar Akademíunnar. Dr. Sara Stefánsdóttir, iðjuþjálfi og lektor við heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, kynnir doktorsrannsókn sína. 
  • Upplestur úr þremur nýjum bókum – Flóra menningarhús í Sigurhæðum, miðvikudag 12. nóvember kl. 17:00. Ester Hilmarsdóttir les úr bókinni Sjáandi, Nína Ólafsdóttir les úr bókinni Þú sem ert á jörðu og Sesselía Ólafsdóttir les úr bókinni Silfurberg. Arndís Inga Árnadóttir tekur lagið milli lestra við gítarleik Hilmars Þórs Árnasonar.
  • Silfurgengið - útgáfuhóf – Götubarinn, fimmtudag 13. nóvember kl. 17:00. Útkomu bókarinnar Silfurgengið eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, rithöfund og kennara við Háskólann á Akureyri, fagnað með lestri og léttum veitingum!
  • Starfshættir við lagagerð á Alþingi – Háskólinn á Akureyri, stofa M101, föstudag 14. nóvember kl. 14:00 til 16:00. Málþing í samstarfi AkureyrarAkademíunnar, Háskólans á Akureyri og ReykjavíkurAkademíunnar. 


Endilega sendu póst á skapti@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Viðburðurinn þarf að vera opinn öllum.