Fara í efni
Menning

Nýárstónleikunum frestað um heilt ár

Nýárstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, sem fara áttu fram 15. janúar næstkomandi, hefur verið frestað vegna heimsfaraldurs Covid-19. Ný dagsetning er 14. janúar 2023. Í tilkynningu á heimasíðu Menningarfélags Akureyrar er greint frá því að haft verði samband við miðaeigendur með tölvupósti. „Við verðum bara að láta okkur hlakka til aðeins lengur!“ segir í tilkynningunni.