Fara í efni
Menning

Nokkur verka Alla Vestmann í Deiglunni

Í dag eru 90 ár frá fæðingu Aðalsteins heitins Vestmann myndlistarmanns og kennara og af því tilefni verður opnuð sýning á nokkrum verka hans í Deiglunni. Sýningin, sem er á vegum fjölskyldu Aðalsteins, stendur í þrjá daga og lýkur því á sunnudaginn. Hún hefst klukkan 14.00 í dag og verður opin til kl. 18.00 – og verður opin á sama tíma alla dagana. 

„Myndirnar eru eign vina og ættingja, stiklur frá ferlinum, ekki sölusýning, bara tækifæri til að minnast merks listamanns og njóta,“ segir í tilkynningu frá Gilfélaginu.