Fara í efni
Menning

Nemendur í Fjölmennt sýna í Mjólkurbúðinni

List án landamæra fagnar 20 ára afmæli í ár og nemendur í Fjölmennt á Akureyri fagna tímamótunum með sýningunni „Ljómar“ sem opnuð verður í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á morgun, laugardag.

Á sýningunni eru verk eftir Helenu Ósk Jónsdóttur, Bjarka Tryggvason, Gunnhildi Aradóttur, Jón Kristinn Sigurbjörnsson, Jón Viðar Valsteinsson, Kristján Jónsson, Magnús Ásmundsson, Sævar Örn Bergsson og Símon Hólm Reynisson. Sýningastjórar og leiðbeinendur eru Brynhildur Kristinsdóttir og Jonna, Jónborg Sigurðardóttir

Sýningin hefst kl. 14.00 á morgun sem fyrr segir og er opin um helgar frá kl. 14.00 - 17.00 til og með 21. maí.