Fara í efni
Menning

Negla, Emmsjé, Matthías, Ragnar, Rúnar, Helgi

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið.

Leiksýningar

  • Elskan er ég heima? – Fyrsta verk leikársins hjá Leikfélagi Akureyrar. Samkomuhúsið, fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.00. 

Tónleikar

  • J. Bear and the Cubs – Græni hatturinn, fimmtudagskvöldið 6. nóvember kl. 21.00.
  • Rúnni Júl - 80 ára afmælistónleikar – Græni hatturinn, föstudagskvöldið 7. nóvember kl. 21.00. Synir Rúnars Júlíussonar, sem hefði orðið áttræður 13. apríl síðastliðinn, heiðra minningu hans. Ferill rokkskáldsins rakinn með tónlist og fleygum sögum af Rúnari og samferðarmönnum hans.
  • Emmsjé Gauti – Græni hatturinn, laugardagskvöldið 8. nóvember kl. 21.00. Emmsjé Gauti fagnar útgáfu plötunnar STÉTTIN. Platan verður flutt í heild sinni, ásamt eldri tónlist.
  • Helgi Björns - Stórtónleikar í Hofi – Laugardagskvöldið 8. nóvember kl. 21.00. 
  • Píanókvartettinn Negla – Sunnudaginn 9. nóvember kl. 16.00. Hvítar súlur - tónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar; Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari, Anna Elísabet Sigurðardóttir víóluleikari, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari og Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari. Á efnisskrá tónleikanna eru glæný verk, samin sérstaklega fyrir kvartettinn, eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur og Arngerði Maríu Árnadóttur. Einnig verður fluttur hinn ástsæli píanókvartett í g-moll eftir Johannes Brahms.
  • Missa Brevis – Akureyrarkirkja, sunnudaginn 9. nóvember kl. 17.00. Hymnodia og Kammerkór Norðurlands. Á efnisskránni verður fjölbreytt íslensk tónlist eftir Báru Grímsdóttur, Jón Nordal og Þorvald Örn Davíðsson, sem og hin mikilfenglega Missa Brevis eftir Zoltán Kodály (1882-1967).

Ragnar Hólm Ragnarsson sýnir olíumálverk og vatnslitamyndir í Deiglunni um næstu helgi.

Listasýningar

 

Viðburðir

    • Svavar prestur um sálma Matthíasar – Flóra menningarhús á Sigurhæðum, laugardag 8. nóvember kl. 11.00-11.45. Svavar Alfreð Jónsson  fjallar á persónulegum nótum um nokkra sálma Matthíasar Jochumssonar. 
    • Ég er ekki fullkominn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson kynnir bók sína, Ég er ekki fullkominn! í Pennanum Eymundsson fimmtudaginn 6. nóvember frá kl. 17:00-19:00.

 


Endilega sendu póst á skapti@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Viðburðurinn þarf að vera opinn öllum.