Fara í efni
Menning

Michael Jón himinlifandi með kammertónleika

Michael Jón Clarke, formaður Tónlistarfélags Akureyrar, lýkur lofsorði á leik fjögurra ungra kvenna á kammertónleikum sem fram fóru á vegum félagsins í Hofi um helgina. Í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun segir Michael Jón: „Strax á fyrstu tónum var ljóst að hér væri ekki um venjulegan flutning að ræða. Þar var einhver blanda af mýkt og styrk, tónarnir flæddu milli hljóðfæra eins og fljót af kvikasilfri.“

Hann segir einnig: „Það gefur manni trú að starfið sem unnið hefur verið á Íslandi og sérstaklega á Akureyri hafi skilað sér í svo frábæru listafólki. Það eru ýmis ljón á veginum í dag sem ógna því að þessi þróun haldi áfram. Það er okkar að tryggja að hið góða tónlistarstarf fái brautargengi um ókomna tíð.“ 

Smellið hér til að lesa pistil Michaels Jóns