Fara í efni
Menning

Magnaðar myndir til sýnis á Iðnaðarsafninu

Iðnaðarsafnið fékk í morgun töluvert af gömlum ljósmyndum sem teknar voru um borð í Snæfellinu EA 740. Glæsilegar myndir sem segja mjög merkilega sögu sem var, segir á vef safnsins. Myndirnar, ásamt fleirum frá Snæfellsárunum, verða látnar rúlla á skjám Iðnaðarsafnsins í dag og næstu daga.

„Jakob Tryggvason einn mesti og besti hollvinur Iðnaðarsafnsins er búinn að skanna þær fyrir okkur yfir í stafrænt form og því eru þær orðnar aðgengilegar,“ segir á vef safnsins. „Þarna er sú gamla drottningin barmafull af síld og verið að gefa og háfa yfir í Björgvin EA 311 frá Dalvík.“