Fara í efni
Menning

Mætið með opið hjarta á A!

Harpa Arnardóttir flytur gjörninginn, Það komast milljón jarðir fyrir inni í sólinni, í Hofi frá kl. 17.00 í dag.

Gjörningahátíðin A! Hefst á Akureyri í dag og stendur fram á sunnudag. Frítt er á alla gjörninga hátíðarinnar, en þeir verða framkvæmdir víða í bænum, í Hofi, á Listasafninu, í Mjólkurbúðinni, í heimahúsi, í Listagilinu, Deiglunni og reyndar á netinu einnig. Gervigreind kemur við sögu, AI á A! ef það má orða það þannig.

A! Gjörningahátíðin er nú haldin í sjöunda sinn. Hátíðin er haldin árlega og er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, Gilfélagsins, listnámsbrautar VMA og Myndlistamiðstöðvarinnar, Einkasafnsins, Vídeólistahátíðarinnar Heim, Myndlistarfélagsins, Háskólinn á Akureyri, RIFF og NAPA

Á dagskrá eru fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af ýmsum toga. Samhliða hátíðinni fer fram Vídeólistahátíðin Heim, auk viðburða utan dagskrár. Þau sem verða með gjörninga á hátíðinni koma víða að, bæði heimafólk og utan úr heimi.

Unnið með fræin og kosmósið

Guðrún Þórsdóttir, verkefnastjóri A!, segir hátíðina í ár vinna bæði með fræin og kosmósið, með netið og gervigreind, líkamann og dansinn, röddina og kraftinn. Guðrún segir rauða þráðinn eða þema hátíðarinnar einfaldlega vera gjörninga. „Það er alltaf þráður þegar ein listgrein er saman, en það sem gerir þetta enn stærra, upplifunina, er að þegar þú sérð gjörning eru öll listformin runnin saman í eitt,“ segir Guðrún.

Guðrún segir flesta performera koma úr myndlistarheiminum, þetta form sé þekktast þar, en engu að síður eigi öll listform listafólk sem verður með gjörninga á hátíðinni.

Færri gjörningar komast að en vilja enda hefur A! Gjörningahátíðin þegar skapað sér nafn og nýtur vinsælda bæði meðal fólks sem stundar þetta listform og meðal gesta. Guðrún segir alltaf fleiri vilja koma en fá að koma enda hafi hátíðin sem slík takmarkað fjármagn.

Mæta með opið hjarta

En hvaða ráð hefur Guðrún til fólks sem ef til vill er ekki vant því að sækja slíkar hátíðir eða viðburði?

„Fólk þarf bara að mæta með opið hjarta og þora, það þarf ákveðið hugrekki til að leyfa sér að vera eitt með verkinu,” segir Guðrún Þórsdóttir, verkefnastjóri A!

Í dag:

  • Hof kl. 17:00-19:30 - Það komast milljón jarðir fyrir inni í sólinni - Harpa Arnarsdóttir
  • Hof kl. 20 - Sinfónía / Symphony - Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
  • Mjólkurbúðin kl. 21:20-22:30 - Alone Together: Þjónustuborðið opið / Help and Support Desk - Dustin Harvey
  • Dagskráin öll
  • Facebook-síða hátíðarinnar

Fjöldi gjörninga verður á dagskrá í dag, föstudag og laugardag, en hátíðinni lýkur með dögurði listafólksins sem fram kemur á hátíðinni í Ketilkaffi í Listagilinu kl. 11 á sunnudag.

  • Fimmtudagur kl. 17:00-19:30 - Hof - Harpa Arnardóttir - Það komast milljón jarðir fyrir inni í sólinni

  • Fimmtudagur kl. 20:00 - Hof - Aðalheiður S. Eysteinsdóttir - Sinfónía / Symphony - 20 mínútur.
  • Fimmtudagur kl. 20:45 - Listasafnið / Art Museum - Tales Frey | Hilda de Paulo I Costume For II - 30 mínútur

  • Fimmtudagur kl. 21:20-22:30 - Mjólkurbúðin - Dustin Harvey - Alone Together: Þjónustuborðið opið / Help and Support Desk

FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER

  • Föstudagur kl. 16:00 - Listasafnið / Art Museum - Dustin Harvey Fyrirlestur / Lecture: Artificial Intelligence - 60 mínútur
  • Föstudagur kl. 17:00-19:00 - Mjólkurbúðin - Dustin Harvey - Alone Together: Þjónustuborðið opið / Help and Support Desk
  • Föstudagur kl. 20:00-22:00 - Listasafnið / Art Museum - Tales Freyr | Hilda de Paulo - Opnun / Exhibition Opening: Leiðnivír / Conducting Wire

  • Föstudagur kl. 21:00 - Mjólkurbúðin - Heiðdís Hólm - Viltu koma í sjómann? - 60 mínútur

  • Föstudagur kl. 22:15-24:00 - Vanabyggð 3 - Vídeólistahátíðin Heim - Arna Valsdóttir - Radar

LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER

  • Laugardagur kl. 12:00-19:00 - Listagilið / Art Street - Curver Thoroddsen - Áfram Sísýfos!
  • Laugardagur kl. 13:00-15:00 - Mjólkurbúðin - Dustin Harvey - Alone Together: Þjónustuborðið opið / Help and Support Desk

  • Laugardagur kl. 16:00 Deiglan Kuluk Helms Uannut Inissaqarpoq – I Belong: A Playful Performance 40 mínútur
  • Laugardagur kl. 17:00 Mjólkurbúðin Dustin Harvey Alone Together: Starfsmannapartí / Staff Party 60 mínútur

  • Laugardagur kl. 20:00 - Listasafnið / Art Museum Yuliana Palacios - Heimaleikfimi / Home Gymnastics - 20 mínútur

  • Laugardagur kl. 20:40 - Listasafnið / Art Museum - Tales Frey Il Faut Souffrir pour Être Belle - 40 mínútur

  • Laugardagur kl. 21:50 - Listasafnið / Art Museum - Hans-Henrik Souersaq Poulsen - Oh! - 20 mínútur

  • Laugardagur kl. 22:15 - Listasafnið / Art Museum - Sigurður Guðmundsson - Fyrsti performansinn í sögu mannskynsins - 10 mínútur

SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER

  • Kl. 11:00 - Ketilkaffi Listamenn A! / Participating artists - Dögurður / Brunch - 75 mínútur