Fara í efni
Menning

Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar

Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar verða í Akureyrarkirkju á sunnudaginn, 11. maí, kl. 14.00 í Akureyrarkirkju.

„Ljúf og notaleg tónlist,“ segir í tilkynningu frá kórnum. Að tónleikunum loknum býður kórinn tónleikagestum í veglegt kökuhlaðborð í safnaðarheimili kirkjunnar.

Miðaverð á tónleikana er 4.500 krónur en ókeypis fyrir yngri en 16 ára. Í tilkynningunni er tekið fram að ekki verði posi á staðnum.

Stjórnandi kórsins er Valmar Väljaots. Vert er að geta þess að kórinn mun syngja við messu í kirkjunni kl. 11.00 sama dag.