Fara í efni
Menning

Litla ljóðahátíðin haldin í Davíðshúsi

Litla ljóðahátíðin í Davíðshúsi verður haldin í dag og á morgun, laugardag. Hátíðin varð óvænt til í fyrra að sögn Haraldar Þórs Egilssonar, safnstjóra. Þá tóku fjögur skáld þátt í henni. Hátíðin hefur vaxið og eru skáldin 14 sem bera list sína fram í stofunni í Davíðshúsi.

„Við erum svo lánsöm að fá styrk úr Uppbyggingarsjóði Eyþings sem gerir okkur kleift að láta hátíðina vaxa og festa sig í sessi,“ segir Haraldur. „Í ár var leitað til skálda sem tengjast Akureyri og Eyjafirði. Flest skáldanna eru búsett hér en Sigmundur Ernir og Þórarinn Eldjárn eiga svo sterk bönd við Eyjafjörð að við hleyptum þeim inn. Tvö skáldanna verða með í anda en lesa samt með eigin röddu. Það eru þeir Jón Laxdal og sjálft heimilisskáldið Davíð Stefánsson.“

Dagskráin fer fram í stofunni í Davíðshúsi og hefst á föstudagskvöldið kl. 20 en dyrnar verða opnaðar kl. 19:30. Þá eru flytjendur:

  • Davíð Stefánsson
  • Vandræðaskáld
  • Hildur Eir Bolladóttir
  • Anna Kristjana Helgadóttir
  • Sigmundur Ernir Rúnarsson
  • Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir

Laugardaginn 10.desember hefst dagskráin klukkan 16:00. – Húsið opnar 15:30

Þá koma fram:

  • Hallgrímur Indriðason
  • Rakel Hinriksdóttir
  • Þórður Sævar Jónsson
  • Jón Laxdal
  • Sesselía Ólafs
  • Þórarinn Torfason
  • Ingunn Sigmarsdóttir
  • Þórarinn Eldjárn

Aðgangseyrir er 500 krónur.