Fara í efni
Menning

Limir í Myndlistafélaginu sýna fram i Føroyum

Frá opnun sýningar Myndlistafélagsins í Færeyjum. Myndir: aðsendar

 

Hluti sýningarinnar í Havnará. Mynd: aðsend

Gleði og stemning á opnun sýningarinnar. Mynd: aðsend

Færeyskir listamenn sýna á Akureyri

„Verkin eru fjölbreytt, hver og einn af 45 þátttakendum syngur með sínu nefi, en sýningin endurspeglar þá miklu grósku sem nú á sér stað í myndlist á Akureyri og nærsveitum,“ segir Brynhildur.„ Fimm félagar í  Føroysk Myndlistafólk opna síðan sýningu í Mjólkurbúðinni á Akureyrarvöku á næsta ári. Við væntum þess að þetta samstarf muni vaxa og dafna.“

Myndlistarfélagið á Akureyri er hagsmunasamtök myndlistarmanna á Akureyri. Félagið vinnur að því að efla umræðu um myndlist, auka þekkingu og fræðslu, koma á samvinnu við listamenn, hér á landi og erlendis, ásamt því að standa fyrir sýningum á verkum félaga Myndlistarfélagsins.

Myndlistarfélagið sér um rekstur Mjólkurbúðarinnar, sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri og á þessu ári verða 25 sýningar og viðburðir í salnum. Samsýningar félagsmanna í Mjólkurbúðinni eru á Akureyrarvöku og fyrir jólin. Félagið er einnig í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og næsta sýning félagsins í Hofi er komin á dagskrá sumarið 2026.

Eftirtaldir listamenn eiga verk á sýningunni:

SSNE, Myndlistasjóður, Smyril Line, Stefna, Rafeyri, Akureyrarbær, Norðurorka, Bilaleiga Akureyrar, Landsbankinn, Gallerí Havnará og  Føroysk Myndlistafólk styrkja verkefnið.

 

Fleiri myndir frá opnun sýningarinnar: