Fara í efni
Menning

Leikfélag VMA frumsýndi farsann Bót og betrun

Leikarar og aðrir þátttakendur í Bót og betrun á sviðinu eftir frumsýninguna. Ljósmyndir: Hilmar Friðjónsson

Mikið var hlegið og hátt í Gryfjunni í Verkmenntaskólanum á Akureyri í gærkvöldi. Leikfélag skólans frumsýndi þá farsann Bót og betrun eftir Michael Cooney, Hörður Sigurðarson þýddi þetta drepfyndna verk og Saga Geirdal Jónsdóttir er leikstjóri.

Enginn verður svikinn af kvöldstund í Gryfjunni á meðan leikfélag VMA ræður þar ríkjum, svo mikið er víst. Önnur sýning er í kvöld og næstu sýningar á föstudag og laugardag eftir viku.