Fara í efni
Menning

Laugardagslíf um Versló – MYNDIR

GDRN kom fram á tónleikunum Öll í einu á laugardagskvöldinu. Mynd: Hilmar Friðjónsson

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu er haldin um helgina á Akureyri eins og löng hefð er fyrir um verslunarmannahelgi. Hátíðin hófst á föstudag og henni lýkur í kvöld með með Sparitónleikum á Akureyrarvelli og að þeim loknum bjóða Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, upp á flugeldasýningu.

Í dag og í kvöld er margt á dagskrá, sem sjá má hér – til dæmis er Skógardagur Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarnaskógi, markaðsstemning verður sem fyrr á Ráðhústorgi og Sparitónleikar Einnar með öllu verða á Akureyrarvelli í kvöld.

Í gær var margt á dagskránni; til dæmis skemmti leikhópurinn Lotta á MA túninu fyrir ofan Lystigarðinn, markaðsstemning var á Ráðhústorgi og steinsnar frá voru bæði viðburðurinn Mömmur og möffins og krakkaskemmtun, við Ísbúð Akureyrar. Vamor Versló fest var líka á torginu á vegum skemmtistaðarins Vamos og Emmsjé Gauti skemmti við Hótel KEA á vegum veitingastaðarins Múlabergs.

Fjallahlaupinu Súlur vertical lauk líka í miðbænum og mikið fjör skapaðist vegna þess. Nánar um það síðar.

Í gærkvöldi var svo tónlistarveislan Öll í einu á Akureyrarvelli, þar sem fram komu GDRN, Magni og félagar í hljómsveitinni Á móti sól, Birnir, Friðrik Dór, Emmsjé Gauti og Páll Óskar.

Hér er boðið til myndaveislu með ýmsum sýnishornum af stemningu gærdagsins. Smellið á myndir til að sjá þær stærri.