Fara í efni
Menning

Kvartett Helgu flytur djass og dægurlög

Sunnudagskvöldið 23. apríl kl 20.00 mun kvartett jazzsöngkonunnar Helgu Margrétar Clarke spila á Listasafninu á Akureyri. Kvartettinn skipa auk Helgu Margrétar þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanó, Jón Rafnsson á kontrabassa og Þorsteinn Jónsson á trommur.

Boðið verður upp á notalega stemningu þar sem djass og dægurlög spila aðalhlutverkið, segir í tilkynningu. Svo og að Kettilkaffi verði opið fyrir og á meðan á tónleikum stendur.

Viðburðurinn á Facebook