Fara í efni
Menning

Kristján Jóhannsson fái heiðurslaun listamanna

Allsherjar- og menntamálanefnd leggur fyrir Alþingi þá breytingartillögu á fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár að Akureyringurinn Kristján Jóhannsson óperusöngvari bætist í hóp þeirra sem njóta heiðurslauna listamanna. Þetta kemur fram í frétt á RÚV.

Alþingi veitir árlega allt að 25 listamönnum heiðurslaun á fjárlögum. Guðbergur Bergsson, einn þeirra 25 sem hlutu heiðurslaun á árinu, er nýlátinn.

„Heiðurslaun listamanna eru veitt listamanni að fullu til sjötíu ára aldurs og skulu vera þau sömu og starfslaun listamanna eru á hverjum tíma. Eftir sjötugt verði þau 80% af starfslaunum,“ segir í frétt RÚV.

Þess má geta að starfslaun listamanna á þessu ári eru 507.500 kr. á mánuði. Um er að ræða verktakagreiðslu þannig að viðkomandi greiðir skatt af upphæðinni. Hver launin verða á næsta ári kemur ekki í ljós fyrr en fjárlög verða samþykkt.

Smellið hér til að sjá frétt RÚV. Þar er listi yfir alla þá sem hljóta heiðurslaun listamanna.