Fara í efni
Menning

„Konur án klæða“ í Deiglunni um helgina

„Konur án klæða“ í Deiglunni um helgina

Myndlistarsýningin Konur án klæða verður í Deiglunni við Kaupvangsstræti um næstu helgi, laugardag 23. og sunnudag 24. október. Hún verður opnuð klukkan 13.00 á laugardaginn.

Að sýningunni stendur myndlistahópurinn KÁK sem deilir vinnustofu í Kaupvangsstræti 2 ásamt fleiri listamönnum og kynntist í gegnum listina á ýmsum tímum.

„Konur án klæða birtast okkur í ýmsum myndum í tilverunni. Hver og ein túlkar efniviðinn á sinn hátt,“ segir í tilkynningu. Í hópnum eru listakonurnar, Ingibjörg Jóhannesdóttir – Inga, Ingibjörg Ósk Pétursdóttir –Imma, Magga Kristín Björnsdóttir, Mayflor Perez Cajes og Sólveig Eiríksdóttir.

Sýningin er aðeins þessa tvo daga og verður opin frá klukkan 13.00 til 17.00 báða daga.