Fara í efni
Menning

Kafteinn Frábær, Todmobile og fastir liðir

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið. 

Leiksýningar

  • Kafteinn Frábær - Einleikur eftir Alistair McDowall um föðurhlutverkið, karlmennsku, sorg, missi og ofurhetjur. Ævar Þór Benediktsson var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í verkinu. Aðeins tvær sýningar, í Samkomuhúsinu laugardaginn 17. jan og sunnudaginn 18. jan kl. 20.00.

Tónleikar

  • Pitenz og Þorsteinn Kári í Innri salnum / Leyni - Nýji barinn í miðbænum, Leyni í Hafnarstræti 95 (fyrrum Apótekarinn) státar af innri sal þar sem verða tónleikar annað veifið. Pitenz (Áki Sebastían) og Þorsteinn Kári hefja leikinn, en tónleikar þeirra verða haldnir laugardagskvöldið 17. jan kl. 21:00.
  • Todmobile á Græna - Andrea Gylfa, Eyþór Arnalds og Þorvaldur Bjarni koma saman á ný auk fylgifiskanna góðkunnu Eiðs, Óla og Kjartans. Alma og Gísli syngja bakraddir. Föstudagskvöldið 16. jan og laugardagskvöldið 17. jan, tónleikar hefjast kl. 21.00.

Viðburðir

  • Morðcastið live á Græna hattinum - Unnur og Bylgja fagna 300. þætti hlaðvarpsins Morðcastið, með live þætti á Akureyri. Miðvikudaginn 14. jan kl. 21.00 á Græna.
  • Borðspilakvöld eru alla þriðjudaga á Amtsbókasafninu kl. 17.00. Myndarlegt úrval borðspila er á safninu, og bæði hægt að nota þau eða koma með sín eigin. Öll velkomin.
  • Ritfangar hittast annan hvern þriðjudag á Amtsbókasafninu kl. 17-18.30. Sesselía Ólafs heldur utan um hópinn, en öll eru velkomin sem hafa áhuga á skapandi skrifum. Þriðjudaginn 13. jan er næsti hittingur. 
  • Pabbapíla á Verksmiðjunni - Alla þriðjudaga í vetur verður pabbapíla, kostar ekki neitt og pílur fyrir þá sem ekki eiga. Á milli 18 - 22. 
  • Danskvöld og ókeypis prufutími í Salsa - Salsa North heldur uppteknum hætti og býður upp á salsagleði annan hvern fimmtudag í vetur. Fimmtudagskvöldið 15. jan kl. 20.00 á VAMOS.
  • Íslenskuþjálfun Rauða krossins á Amtsbókasafninu - Alla fimmtudaga frá 16.30 til 18.00 er boðið upp á íslenskuspjall fyrir öll sem vilja bæta sig í íslensku í góðum félagsskap. 

 

Ýmsir fastir liðir eru komnir af stað eftir jólafríið. Salsakvöld á VAMOS eru annan hvern fimmtudag, skrifasmiðja Ritfanga er annan hvern þriðjudag, alla þriðjudaga er hægt að spila borðspil í góðum hópi á Amtsbókasafninu og/eða spila Pabbapílu á Verksmiðjunni. Íslenskuþjálfun Rauða krossins er svo á hverjum fimmtudegi á Amtinu.

Listasýningar

  • Listasinfóníur - myndlistasýning Rósu Njálsdóttur á Bókasafni HA. Opnun fimmtudaginn 15. janúar kl. 16:00. Þar eftir er opið á opnunartíma bókasafnsins. 
  • Undir berum himni - Jóhannes Sveinsson Kjarval. Sýning á teikningum og skissum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals á Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 17. maí 2026.
  • Viðbragð - Samsýning fimmtán íslenskra og erlendra listamanna á Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 8. febrúar 2026.
  • Jólasýning Þúfu 46 - Samsýning listamanna í Þúfu 46, sem er til húsa í Gránufélagsgötu 46. Sýningin verður opin alla föstudaga til jóla kl. 16-18.
  • Sólstöður - Guðrún Sigurðardóttir sýnir í Hofi. Sýningin stendur til 22. febrúar 2026.
  • Himnastigi / Stairway to heaven – Barbara Long. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 18. janúar 2026.
  • Öguð óreiða – Bergþór Morthens. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 18. janúar 2026.
  • Femina Fabula – Sýndarveruleiki / Innsetningar. Sýningin stendur til 16. janúar 2026.
  • Lífsins gangur – Óli G. Jóhannsson. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 16. janúar 2026.
  • DNA afa – Sigurd Ólason. Sýningin stendur til 16. janúar 2026.
  • James Merry - Nodens, Sulis & Taranis – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 8. febrúar 2026.
  • Ýmir Grönvold - Milli fjalls og fjöru – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 22. febrúar 2026.
  • Margskonar 2 - Valin verk fyrir sköpun og fræðslu - Listasafnið. Sýningin stendur til 8. feb 2026.

Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.