Menning
Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju á morgun
Mynd af Facebook síðu Glerárkirkju
Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju verða haldnir á morgun, sunnudaginn 7. desember klukkan 16.00 í kirkjunni. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
„Sérstakur gestur er hinn eini sanni Óskar Pétursson. Flutt verður jólatónlist úr ýmsum áttum. Stjórnandi kórsins er Valmar Valjaots,“ segir í tilkynningu.