Fara í efni
Menning

Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju

Kór Akureyrarkirkju og eldri barnakór kirkjunnar syngja saman á Jólasöngvum í kirkjunni fyrir ári síðan. Þorvaldur Örn Davíðsson stjórnar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Árleg aðventuskemmtun, Jólasöngvar Akureyrarkirkju, fer fram í kvöld, laugardagskvöld, þar sem Kór Akureyrarkirkju og Eldri barnakór kirkjunnar verða á hátíðlegum nótum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00, allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Í tilkynningu segir að á tónleikunum verði einvalalið hljóðfæraleikara: Emil Þorri Emilsson á slagverk, Sóley Björk Einarsdóttir á trompet og Eyþór Ingi Jónsson, sem leikur á orgel kirkjunnar og píanó. Stjórnendur eru þau Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Þorvaldur Örn Davíðsson.