Fara í efni
Menning

Jarðneskir draumar Hrefnu í Dyngjunni

Jarðneskir draumar Hrefnu í Dyngjunni

Hrefna Harðardóttir opnar sýninguna Jarðneskir draumar í Dyngjunni - Listhús, í Eyjafjarðarsveit á morgun, laugardaginn 9. júlí, klukkan 13.00. Sýningin stendur út júlí og er opin milli 14.00 og 17.00 alla daga.

„Hrefna Harðardóttir er þekkt fyrir leirverk og ljósmyndir. Í verkum hennar má oft finna skírskotun til femínisma og kvenlægra gilda en einnig gleði og leik með táknum, litum og handverki. Hún hefur lengi verið virkur þátttakandi í myndlistarsenunni á Akureyri í gegnum Listagilið, Samlagið Listhús, Myndlistarfélagið, Gilfélagið og SÍM,“ segir í tilkynningu um sýninguna.

„Hrefna Harðardóttir er stúdent af myndlistarbraut MA, hún lauk lokaprófi frá Leirlistadeild í MHÍ 1995, kennaradeild B.Ed. frá LHÍ 2007 og ljósmyndanámi frá NYIP 2018. Hún hefur sótt mörg námskeið / vinnustofur í grafík, ljósmyndun og leirlist í Frakklandi, Ungverjalandi, Danmörku, á Ítalíu, Noregi, Englandi og haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um land og erlendis. Jarðneskir draumar er nítjánda einkasýning hennar.“

Sumir atburðir hafa svo sterk áhrif á líf konu að þeir eru sem jarðneskir draumar. Drauminn sem þarf að elska og umvefja. Að dansa sig í gegnum drauminn var leið í átt að birtunni aftur.