Fara í efni
Menning

Hymnodia og Lára Sóley í Akureyrarkirkju

Ljósmynd: Daníel Starrason

Hymnodia heldur árlega jólatónleika í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 21.00. Með kórnum leika Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi kórsins og organisti, og Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari.

Yfirskrift tónleikanna er: Þau lýsa fegurst – jólatónleikar Hymnodiu og Láru Sóleyjar

„Gott verður að slaka á, heyra fallega tónlist í kyrrð og ró og leyfa hátíðleikanum að streyma í hugann,“ segir í tilkynningu frá kórnum.

Miðaverð er 4.000 krónur en ókeypis fyrir 12 ára og yngri. Miðar fást á tix.is og við innganginn.