Húmorinn hæst á baugi í menningarvikunni

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið. Athygli vekur að óvenju mikið er um húmorista með menningarviðburði í vikunni. Það er vel þegið svona inn í skammdegið, að hlæja svolítið.
Viðburðir
- Lautarferð í Lystigarðinum í tilefni af Kvennaári – Vandræðaskáld spila, kaffi kakó og kleinur o.fl. Fimmtudaginn 4. sept kl. 17-19.
- Samprjón og les - Prjónastund í anda Ólafar frá Hlöðum – Sigurhæðum, fimmtudaginn 4. sept kl. 17-19. Skráning nauðsynleg, smelltu á viðburðinn til að vita meira.
- Stand up Comedy in broken English - Victor Patrascan in Akureyri – Uppistand í Hömrum í Hofi. Fimmtudaginn 4. september kl. 20.00.
- Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason á LYST - Tónlist og uppistand hjónanna. Föstudaginn 5. sept kl. 20.
- Skáldastund í Davíðshúsi með Braga Valdimar – Laugardagur 6 .sept kl. 16.00. 1500 kr aðgangseyrir en frítt fyrir handhafa safnapassa.
- Söguganga um Hrísey – Arfur Akureyrarbæjar býður til göngu í umsjón Þorsteins G. Þorsteinssonar. Laugardaginn 6. sept kl. 14-17.
- Rögnvaldur Gáfaði - 60 ára og enn að reyna að vera fyndinn - Afmælisviðburður, sem verður endurtekinn þrisvar vegna gífurlegrar aðsóknar. Uppselt er á öll þrjú kvöldin. Kannski er möguleiki að verða heppinn í dyrunum. Föstudaginn 5. sept, föstudaginn 19. sept og 5. des.
- Draugar fortíðar ásækja Ísland – Baldur Ragnarsson og Flosi Þorgeirson flakka um landið. Græni hatturinn, mánudagskvöldið 8. september kl. 20. (Uppselt)
Húmorinn ræður ríkjum þessa vikuna á Akureyri. F.v. Victor Patrascan í Hofi, Snorri Helga og Saga Garðars á LYST, Bragi Valdimar í Davíðshúsi, Vandræðaskáld í lautarferð í Lystigarðinum og Rögnvaldur Gáfaði á Græna.
Listasýningar
- JÁ JÁ Samsýning félaga í Myndlistarfélaginu á Akureyri - Mjólkurbúðin. Opið til 7. sept.
- James Merry - Nodens, Sulis & Taranis – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 8. febrúar 2026.
- Ýmir Grönvold - Milli fjalls og fjöru – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 22. febrúar 2026.
- Margskonar 2 - Valin verk fyrir sköpun og fræðslu - Listasafnið. Sýningin stendur til 8. feb 2026.
- Myndlistasýning Ólafs Sveinssonar á Amtsbókasafninu.
- Samsýning norðlenskra listamanna - Mitt rými. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 14. september.
- KIMAREK: Innsetning í tilefni fjörutíu ára starfsferils Margrétar Jónsdóttur. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 28. september.
- Ný heildarsýning í Sigurhæðum og verk Margrétar Jónsdóttur leirlistamanns. ATH - leiðsögn um sýningarnar á laugardögum á milli 13.00 og 13.30. Margrét verður síðan sjálf á staðnum næsta laugardag, 23. ágúst kl. 13, og verður með smá spjall og leiðsögn um sýninguna.
- TÍMI - RÝMI - EFNI – Sýning Þóru Sigurðardóttur í Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 7. september.
- SAMLÍFI – Sýning Heimis Hlöðverssonar í Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 7. september.
- Safnasafnið – Fjöldi nýrra sýninga.
Þrjár nýjar sýningar voru opnaðar um síðastliðna helgi á Listasafninu. F.v. James Merry, Ýmir Grönvold og Margskonar II. Myndir: listak.is
Tónleikar
- Fönk kvöld í Hofi - Big Band Eyþórs – Föstudaginn 5. sept kl. 20-22 í Hofi.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.