Fara í efni
Menning

Hrekkjavökustemning í Hofi – ókeypis aðgangur

Landsmót Sambands íslenskra lúðrasveita hefst á Akureyri í dag og stendur til sunnudags. Hápunktur hátíðarinnar eru stórtónleikar í Hofi kl. 17.00 á morgun, laugardag, þar sem yfir 100 hljóðfæraleikarar víðsvegar af landinu koma saman og munu leika bæði íslenska og erlenda tónlist í hrekkjavöku anda.

„Í Hofi verður sannkölluð hrekkjavökustemning, hljóðfæraleikarar munu skarta sínum ógurlegustu hrekkjavökubúningum og við hvetjum áhorfendur til þess að taka þátt með því að skella sér í búninga. Aðgangur er ókeypis og opið fyrir alla, unga sem aldna svo lengi sem húsnæðið getur tekið við draugum og draugabörnum,“ segir í tilkynningu.