Menning
Blessuð sveitin, Boreal, ABBA og salsa
21.10.2025 kl. 06:00
Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið.
Leiksýningar
- Elskan, er ég heima? - Sýningar föstudaginn 24. okt og laugardaginn 25. okt. kl 20.00.
Tónleikar
- Blessuð sértu sveitin mín – Óskar Pétursson ásamt hljómsveit og Karlakórnum Heimi. Söngur og gamanmál. Tvennir tónleikar í Hamraborg í Hofi, laugardaginn 25. okt kl 16 & 20.
- Mamma Mia partý á Græna hattinum – Blanda af Sing-Along, pubquiz, dönsum og óvæntum uppákomum undir stjórn Fríðu Hansen og teymi. Föstudagskvöldið 24. okt og laugardagskvöldið 25. okt kl. 21.
Listasýningar
- Opnun Boreal screendance festival 2025 - Vídeódanshátíðin fer fram í sjötta sinn 24. okt - 9. nóv. Setningarathöfn kl. 20.00 í Listasafninu á Akureyri. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér.
- Leiðsögn í Listasafninu – Leiðsögn um sýningar Barbara Long, Himnastigi, Bergþórs Morthens, Öguð óreiða, og sýndarveruleikasýninguna Femina Fabula. Laugardaginn 25. október kl. 15-15.30. Aðgangur innifalinn í aðgöngumiða á safnið.
- Fjölskylduleiðsögn og smiðja í Listasafninu – Leiðsögn um sýningar Barbara Long, Himnastigi, Bergþórs Morthens, Öguð óreiða. Sunnudaginn 26. október kl. 11-12. Ókeypis aðgangur.
- Þriðjudagsfyrirlestur Listasafnsins: Jón Haukur Unnarsson – Mannfólkið breytist í slím. Þriðjudaginn 21. okt kl. 16:15.
- Himnastigi / Stairway to heaven – Barbara Long. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 18.01.'26.
- Öguð óreiða – Bergþór Morthens. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 18.01.'26.
- Femina Fabula – Sýndarveruleiki / Innsetningar. Sýningin stendur til 16.01.'26.
- Lífsins gangur – Óli G. Jóhannsson. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 16.01.'26.
- DNA afa – Sigurd Ólason. Sýningin stendur til 16.01.'26.
- James Merry - Nodens, Sulis & Taranis – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 8. febrúar 2026.
- Ýmir Grönvold - Milli fjalls og fjöru – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 22. febrúar 2026.
- Margskonar 2 - Valin verk fyrir sköpun og fræðslu - Listasafnið. Sýningin stendur til 8. feb 2026.

Boreal screendance festival verður sett föstudagskvöldið 24. okt kl 20 á Listasafninu.
Viðburðir
- Rauði bærinn á Norðurlandi – Bakarís-fyrirlestur Skafta Ingimarssonar, sagnfræðings. Erindið byggir á nýrri bók hans: Nú blakta rauðir fánar: saga kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar á Íslandi 1918–1968. Miðvikudaginn 22. okt kl 16-17 í Brauðgerðarhúsi Akureyrar, Sunnuhlíð.
- Improv Ísland - Söngleikja spunasýning á Græna hattinum. Fimmtudagskvöldið 23. okt kl. 21:00.
- Ritlistakeppni Ungskálda 2025 - opið er fyrir skil í keppnina til 30. október, sem er haldin ár hvert. Peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Þáttakendur á aldrinum 16-25 ára.
- Salsakvöld og ókeypis prufutími í salsa á Vamos – Fimmtudagskvöldið 23. október kl. 20-23.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.