Fara í efni
Menning

Hlynur Hallsson: Ný bók og Herbergi með útsýni

Út er komið hjá Flóru Menningarhúsi í Sigurhæðum á Akureyri bókverkið Þúsund dagar - Dagur eitthundraðþrjátíuogníu til tvöhundruðfjörtíuogþrjú eftir Hlyn Hallsson. Þetta er sjálfstætt framhald bókarinnar Þúsund dagar - Dagur eitt til eitthundraðþrjátíuogátta sem kom út hjá Flóru í Pastel ritröð árið 2017.

Bókin er byggð á dagbókum Hlyns sem hann hefur skrifað undanfarin 40 ár og hugleiðingum þeim tengdum. Hún er 40 síður og gefin út í 100 tölusettum og árituðum eintökum. Cave canem hönnunarstofa setti upp og bjó til prentunar og Prentsmiðjan sá um prentun.

Samhliða útgáfu bókverksins hefur Hlynur sett upp sýninguna Herbergi með Útsýni í Gallery Porti sem er á Hallveigargötu 19-23 í Reykjavík. Á sýningunni gefur meðal annars að líta 243 teikningar þar sem ein teikning er fyrir hvern dag í þessum tveimur bókum.

Sýningin stendur til 28. september 2024 og er opin miðvikudaga til laugardaga kl. 12.-17.

Bókin er til sölu í Flóru Menningarhúsi í Sigurhæðum á Akureyri, í Gallery Porti og á www.pastel.is

floraflora.is

pastel.is

hlynur.is