Fara í efni
Menning

Hjálmar Jónsson kynnir nýútkomna bók í dag

Séra Hjálmar Jónsson kynnir nýútkomna bók sína, Stundum verða stökur til, í verslun Eymundsson á Akureyri í dag klukkan 17.00. „Þarna verður mikið fjör og allir eru velkomnir,“ segir í tilkynningu frá bókaútgáfunni Hólum.

Akureyri.net birti nokkrar glefsur úr bókinni á dögunum. Þar segir Hálmar meðal annars: „Ég útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri sumarið 1971. Auk mín fóru tveir úr hópi útskriftarnemanna í guðfræðinám við Háskóla Íslands, þeir frændur Pálmi Matthíasson og Pétur Þórarinsson. Þegar við bárum þetta val okkar undir skólameistarann okkar, Steindór Steindórsson frá Hlöðum, sagði hann: „Farið þið endilega í guðfræðina, strákar. Það hafa verri menn en þið orðið prestar.“

„Það hafa verri menn en þið orðið prestar“