Fara í efni
Menning

Helgarsýning á Hjalteyri - Late Night Snow Show

Helgarsýning á Hjalteyri - Late Night Snow Show

Late Night Snow Show kallast listsýning sem verður í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardag og sunnudag, 30. og 31. janúar. Á syningunni eru verk B.A. nema í myndlist við Listaháskóla Íslands sem verið hafa í tíu daga vinnubúðum í Verksmiðjunni. Í kynningu á sýningunni segir meðal annars: „Hér á norðurslóðum hefur ekki skort snjóinn og vindinn þar sem norðanáttin hefur valdið erfiðleikum fyrir íbúa og gesti. En bjartari dagar eru framundan og mun sunnanblíðan sveipast um litla bæinn sem við erum stödd í ... Má nefna að þessi sýning er í boði kulda, klaka, miðnætur rölts og skafrennings.“

Sýnendur eru Ástríður Jónsdóttir, Bragi Hilmarsson, David Iñiguez Mangado, Diljá Þorvaldsdóttir, Fríða Katrín Bessadóttir, Heiðrún Sæmundsdóttir, Mio Storåsen Högnason, Róbert Risto Hlynsson, Sunna Austmann Bjarnadóttir og Þórunn Dís Halldórsdóttir. Sýningarstjórar eru Gústav Geir, Serge Comte og Sadie Cook.

Sýningin er sem fyrr segir í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardag og sunnudag klukkan 14-17 báða dagana. Aðgangur er ókeypis.