Fara í efni
Menning

Heimur listdansins - námskeið í Höllinni

Arna Sif Þorgeirsdóttir og Ingunn Elísabet Hreinsdóttir verða með dansnámskeiðið Heimur listdansins í Íþróttahöllinni 22.-24. maí.

Danssetrið verður með dansnámskeið, Heim listdansins, í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 22.-24. maí, ætlað 6-11 ára. Það eru þær Arna Sif Þorgeirsdóttir og Ingunn Elísabet Hreinsdóttir sem kenna á námskeiðinuen þær hafa báðar reynslu og menntun í listdansi og starfa við danskennslu. Arna Sif er uppalin á Akureyri, hefur dansað frá unga aldri og er með yfir tíu ára reynslu af danskennslu.

Þátttakendum er skipt í tvo aldurshópa, 6-8 ára og 9-11 ára. Áhersluþættir námskeiðsins eru að styrkja líkamsvitund, hvetja til sjálfstæðra og skapandi vinnubragða, samvinnu og kveikja áhuga á heimi listdansins. Námskeiðið er opið öllum börnum, óháð kyni og reynslu. Ingunn Elísabet er annar stofnandi Danssetursins, en hún hefur meðal annars tarfað í listdansskólanum Óskandi og kenndi grunnámið samkvæmt aðalnámsskrá í nútímalistdansi. Einnig hefur hún starfað sem grunnskólakennari og kennt dans á öllum þremur skólastigum. Hún starfar sem sviðslistakennari við MA.

Kennsla fyrir 6-8 ára verður í tveimur hlutum, á mánudag og miðvikudag kl. 15:30-16:45 og kostar 6.000 krónur.
Kennsla fyrir 9-11 ára verður þrjá daga, mánudag, þriðjudag og miðvikudag kl. 17:00-18:15 og kostar 9.000 krónur.

Skráning á námskeiðið er með tölvupósti í ingunn.elisabethreinsdottir@gmail.com
Instagram aðgangur Danssetursins.