Fara í efni
Menning

Heimaleikurinn sýndur á Akureyri

Heimildamyndin Heimaleikurinn sem hlotið hefur frábærar mótttökur og gagnrýni verður sýnd á Akureyri í dag og á morgun, laugardag og sunnudag.

Heimaleikurinn er heimildamynd sem segir frá fljótærnislegri tilraun Kára Viðarssonar til að uppfylla draum föður síns; að safna í lið heimamanna til að spila langþráðan vígsluleik á fótboltavelli sem faðirinn lét byggja á Hellissandi 25 árum áður. Kári tileinkar sér þjálfunarspeki föður síns sem trúði á að allir sem vildu taka þátt fengju að spila, óháð getu, aldri og kyni. Hópurinn skartar óhefðbundnum leikmönnum, þar á meðal gömlum sjómönnum, óhörðnuðum unglingum og þriggja barna móður, Freydísi Bjarnadóttur.

Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson leikstýra myndinni og er þetta þeirra fyrsta mynd í fullri lengd. Myndin hefur hlotið mjög góða dóma gagnrýnenda og unnið til áhorfendaverðlauna á tveimur kvikmyndahátíðum, heimildamyndahátíðinni Skjaldborg og Nordisk Panorama.

Myndin verður sýnd í Sambíóunum á Akureyri í dag og á morgun, kl. 17:20 báða dagana.

Stikla úr myndinni - sjá hér.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk forsýningu á myndinni á dögunum og skemmtu stelpurnar sé konunglega - sjá hér.