Fara í efni
Menning

Heiða og Gunnar ríða á vaðið á Sumartónleikum

Ljósmynd: Eyþór Ingi Jónsson
Ljósmynd: Eyþór Ingi Jónsson

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefjast næstkomandi sunnudag, 3. júlí, með því að Heiða Árnadóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson píanóleikari flytja lög eftir franska tónskáldið Michel Legrand.

Tónleikaröðin hefur verið fastur liður síðan árið 1987 og fyrir löngu fest sig í sessi. Tónleikar verða klukkan 17.00 alla sunnudaga í júlí, aðgangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum.

Dagskráin á sunnudag nefnist Tunglið og ég. Legrand, sem lést 2019 en hefði orðið níræður í febrúar, er helst þekktur fyrir að hafa samið söngleiki og tónlist fyrir kvikmyndir. Lögin verða flutt á íslensku og eru textarnir samdir af þeim Árna Ísakssyni og Braga Valdimar Skúlasyni.

Á efnisskránni eru meðal annars eftirtalin lög flutt á íslensku: What are you doing the rest of your life úr kvikmyndinni The Happy ending, You must believe in spring úr myndinni The Young Girls of Rochefort, Windmills of your mind úr myndinni The Thomas Crown affair, The summer knows úr myndinni Summer of '42 og I will wait for you úr söngleiknum The Umbrellas of Cherbourg.

Hér eru tenglar á alla viðburði tónleikaraðarinnar í sumar:

3. júlí Tunglið og ég

10. júlí Blood Harmony 

17. júlí – Íslensk sönglög

24. júlí – Duo Barazz