Fara í efni
Menning

Hauststilla á Græna hattinum

Hauststilla 2021, litla tónlistarhátíðin á Akureyri, verður á Græna hattinum fimmtudaginn 2. september klukkan 20.30.

Hauststilla er tónlistarhátíð sem var í fyrsta sinn haldin 2017. Þetta er fjórða Hauststillan, sem hefur ævinlega þann megintilgang að gefa ungu, skapandi tónlistarfólki færi á að koma fram og sýna allt það nýjasta sem það hefur haft í smíðum. Þetta byrjaði smátt en hefur vaxið með hverju sinninu og núna er dagskráin lengri og fjölbreyttari en nokkru sinni. Og eins og alltaf verður í boði hlýlegt og notalegt umhverfi, kósí stemming og frumsamin tónlist.

Tónlistarmaðurinn Ivan Mendez er upphafsmaður Hauststillu og stýrir henni nú sem fyrr. Listamennirnir sem koma fram að þessu sinni eru í stafrófsröð:

  • Anton Líni
  • Ari Orra
  • Diana Sus
  • Drinni and the Dangerous Thoughts
  • Hnoss
  • iLo
  • Ivan Mendez
  • L.ost
  • Rán
  • Villi
  • Og síðast en ekki síst Þorvaldssynir, sem koma alla leið frá Siglufirði.

Miðaverð er 2.000 krónur. Miðar verða seldir við innganginn og fást líka á graenihatturinn.is. Einnig verða til sölu bolir sem gerðir eru fyrir Hauststillu 2021. Hauststilla hefur einnig hlotið styrk frá Akureryarbæ.

Léttir og notalegir upphitunartónleikar verða á Múlabergi á miðvikudagskvöld og nánari grein gerð fyrir þeim á samfélagsmiðlum.