Fara í efni
Menning

Hátíðin aldrei verið jafn vel sótt og nú

Hátíðin aldrei verið jafn vel sótt og nú

„Það hefur verið gríðarlega gaman. Hátíðin hefur alltaf verið vel sótt en aldrei eins og núna. Það virðist mikil vakning fyrir gjörningum,“ segir Guðrún Þórsdóttir, verkefnastjóri A! Gjörningahátíðar sem hófst á Akureyri á fimmtudagskvöldið. Hátíðinni lýkur seint í kvöld, en þó í raun ekki fyrr en í fyrramálið, með dögurði – „bröns“ – allra þátttakenda í Ketilkaffi klukkan 11.00.

A! er alþjóðleg gjörningahátíð sem nú er haldin í fjórða sinn. Ókeypis er inn á alla viðburði.

Listamennirnir sem koma fram í ár eru: Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Liv Nome, Anna Richardsdóttir, Egill Logi Jónasson, Sigtryggur Berg Sigmundsson, Snorri Ásmundsson, Brák Jónsdóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Hymnodia, Elisabeth Raymond, Amber Smits og Niklas Niki Blomberg, Hombre Rural og Libia Castro, Ólafur Ólafsson og Töfrateymið.

„í gærkvöldi voru börn í hópi áhorfenda, sem mér fannst æðislegt; það er mikilvægt að krakkarnir fái næringu fyrir sálina,“ sagði Guðrún við Akureyri.net í dag. „Hátíðin hefur gengið vonum framar, sérstaklega í ljósi Covid smita í bænum og ráðstafana sem þarf að gera vegna þeirra.“

Smellið hér til að sjá dagskrána.