Fara í efni
Menning

Hamingjuóskir með merkan viðburð

Bjarni Frímann Bjarnason, hinn ungi og djarfi hljómsveitarstjóri. Ljósmyndir: Tjörvi Jónsson/Facebook síða Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

„Það er ekki á hverjum degi – ekki einu sinni á hverju ári og jafnvel ekki á hverjum áratug sem frumflutt er nýtt sinfóníutónverk á Íslandi. Þetta gerðist samt í Hofi á Akureyri 29. maí, þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flutti Sinfóníuna SOS, í fimm þáttum, eftir Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld og fyrrum skólastjóra undir styrkri stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar, en Arngímur Jóhannsson flugmaður og loftskeytamaður lék einleik á morse-tæki.“

Þannig hefst pistill Sverris Páls Erlendssonar sem birtist á Akureyri.net í dag. „Mér fannst hljómsveitin spila þetta firnavel og inngripið með morstækinu var bæði skemmtilegt og meiningarfullt,“ segir hann m.a. um sinfóníu Jóns Hlöðvers, og útsetningu Bjarna Frímanns á Fimmtu sinfóníu Beethovens telur Sverrir stórkostlega. „Ég vil óska honum og hljómsveitinni og þeim félögum Jóni Hlöðver og Arngrími til hamingju með þennan merka viðburð.“

Smellið hér til að lesa pistil Sverris Páls.

Bjarni Frímann Bjarnason, stjórnandi hljómsveitarinnar.

Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld.

Arngrímur B. Jóhannsson einleikari á morstæki.