Fara í efni
Menning

Halló, við erum frá Úkraínu!

Ljósmyndir: Rakel Hinriksdóttir

Frumsamið dansverk verður sýnt í menningarhúsinu Hofi í dag, þriðjudag 28. júní klukkan 18.00, til styrktar börnum og læknum í Úkraínu. Sýningin er öllum opin og hentar sérstaklega vel fjölskyldum og börnum.

Skipuleggjendur eru dansarinn Alona Perepelytsia, fjölskylda hennar og flóttamenn frá Úkraínu. Hópurinn hefur þegar sýnt á Austurlandi og hyggst sýna nokkrum stöðum á landinu og nú eru þau mætt til Akureyrar í tengslum við Listasumar.

„Á Íslandi búa nú margir skapandi einstaklingar frá Úkraínu og hópurinn sem stendur að sýningunni vildi finna leið til að aðstoða samlanda sína í heimalandinu og um leið að þakka íslensku þjóðinni fyrir einlægar móttökur á flóttafólki þaðan. Allt listafólkið gefur vinnu sína sem framlag til söfnunarinnar,“ segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

Sýningin hefst kl. 18 og er aðgangur er ókeypis. Tekið verður á móti frjálsum framlögum við innganginn og þeir sem vilja styrkja söfnunina geta gert það með innleggi á söfnunarreikning hópsins:

Kennitala: 310391-3369

Reikningsnúmer: 0569-26-003103

Viðburðurinn er hluti af Listasumri og styrktur af Akureyrarbæ í samvinnu við Menningarhúsið Hof.

Viðburður á viðburðadagatali Listasumars: https://www.visitakureyri.is/is/vidburdadagatal/hallo-vid-erum-fra-ukrainu

Viðburður á Facebook: https://fb.me/e/6srEbRy7Z

Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingu hópsins í Hofi.