Fara í efni
Menning

Halli, Gói og Jón Ólafs í Samkomuhúsinu

Halli, Gói og Jón Ólafs í Samkomuhúsinu

Leikararnir góðkunnu, Guðjón Davíð Karlsson og Hallgrímur Ólafsson – Gói og Halli – verða með fjölskylduskemmtun ásamt Jóni Ólafssyni tónlistarmanni í Samkomuhúsinu á Akureyri á laugardaginn, 3. september. Skemmtunina kalla þeir Fjölskyldufjör og hefst fjörið klukkan 14.00.

„Samkomuhúsið á Akureyri skipar stóran sess hjá leikurunum Halla og Góa en þar stigu þeir sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi,“ segir í kynningu frá Menningarfélagi Akureyrar. Þar segir að á skemmtuninni ætli þremenningarnir „að flytja lög úr barna og fjölskylduleiksýningum og jafnvel lög sem þeim finnst að eigi að vera í barnaleikritum en eru það ekki. Þeir syngja og segja sögur á milli laga sannar og ósannar.“