Fara í efni
Menning

Fullorðin að heiman, Þjóðleikhúsið bíður

Grínsýningin Fullorðin verður sýnd í Hofi í síðasta skipti næsta föstudagskvöld, 5. nóvember. Sýningin, sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi í Samkomuhúsinu í janúar, var fljótlega færð yfir í Hamraborg, stóra salinn í menningarhúsinu Hofi, þar sem leikhópurinn hélt áfram að kitla hláturtaugar áhorfenda.

Leikarar sýningarinnar eru Birna Pétursdóttir, Árni Beinteinn Árnason og Vilhjálmur B. Bragason en þau eru einnig höfundar verksins.

„Þetta er eitt af skemmtilegustu verkefnum sem ég hef tekið þátt í og mér þykir alveg gríðarlega vænt um sýninguna og þær stórkostulegu viðtökur sem hún hefur fengið. Við munum njóta þess í tætlur að sýna lokasýninguna hér á Akureyri á föstudagskvöldið vitandi að Þjóðleikhúsið bíður í vor,“ segir Vilhjálmur í tilkynningu frá Menningarfélagi Akureyrar.

Miðasala er á mak.is