Fara í efni
Menning

Fuglamyndir Emmu Huldar í Háskólanum

Ljósmynd: Emma Huld Steinarsdóttir

Sýningin Fuglar í íslenskri náttúru verður opnuð  á Bókasafni Háskólans á Akureyri klukkan 16.00 í dag, fimmtudaginn 2. nóvember. Þar sýnir Emma Huld Steinarsdóttir ljósmyndir – af fuglum í íslenskri náttúru.

Sýningin er opin á sama tíma og bókasafnið; frá kl. 8.00 til 16.00 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, og frá kl. 8.00 til 18.00 á þriðjudögum og fimmtudögum.

„Emma Hulda býr í Hörgársveit og starfar á leikskólanum Kiðagili á Akureyri. Hún útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri árið 2008 með B.Ed gráðu í grunnskólakennarafræði. Áhugi hennar á fuglaljósmyndun og íslenskri náttúru kviknaði árið 2019 og þá var ekki aftur snúið. Hún hefur ferðast vítt og breitt um landið og myndað fuglana í einstakri náttúrufegurð. Öll verkin á sýningunni eru til sölu,“ segir í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri.

Öll eru velkomin á opnun ljósmyndasýningarinnar. Léttar veitingar verða í boði.